Þjónustusamningur um Samkomuhúsið Stað undirritaður
Í gær, miðvikudaginn 10. júlí var samstarf Sveitarfélagsins Árborgar og Elínar Birnu Bjarnfinnsdóttur og Ingólf Hjálmarsson um rekstur á íþrótta- og samkomuhúsinu Stað formlega skjalfest við undirritun í Samkomuhúsinu Stað. Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar, Gísli Halldór Halldórsson, skrifaði undir þriggja ára þjónustusamning við þau Elínu Birnu og Ingólf um daglega umsjón húsnæðisins. Þjónustusamningurinn felur í sér þrif, minniháttar viðhald, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn yfir sumarmánuðina og móttöku pantana vegna útleigu. Í dag nýtist húsnæðið meðal annars undir íþróttakennslu, æfingar á vegum Ungmennafélags Eyrarbakka auk viðburða í tengslum við sveitarfélagið og annarra viðburða tengdum útleigu. Sveitarfélagið óskar Elínu Birnu og Ingólfi alls hins besta og hefur það þegar sýnt sig að samstarfið verður farsælt.
mynd: HPK photography
