Fréttasafn

Tilkynning

Frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar

Nú þegar snjóar í bænum þarf snjómokstur að ganga sérlega hratt fyrir sig og vélar að komast greitt um. Ýmsar hindranir verða oft á veginum eins og bílar sem lagt er í götunum og erfitt er að komast framhjá. En trjágróðurinn getur líka hindrað og tafið fyrir þjónustunni. Vélarnar geta rekist í greinar og valdið skemmdum á trjánum en einnig tækjabúnaði. Það er mikilvægt að forðast.

Hafa þarf í huga við grisjun og klippingar að greinar svigna nokkuð undan snjónum. Gera þarf ráð fyrir því að greinar geta sigið niður fyrir hæðarmörk þegar snjór sest á þær. Til þess að greiða fyrir umferð akandi, gangandi eða hjólandi og auka öryggi vegfarenda þarf gatnaumhverfið að vera nokkuð ,,klippt og skorið“ og svæði yfir götum, gangstéttum og stígum laust við greinar frá trjá- og runnagróðri. Gróður getur skyggt á umferðarmerkingar og götulýsingu, slegist í vegfarendur eða valdið öðrum óþægindum eða hættu.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Árborgar fóru um sveitarfélagið í lok október og skráðu niður þau heimilisföng þar sem klippinga var þörf og sendu út bréf þar sem bent var á hvað væri í ólagi og þyrfti að lagfæra. Íbúum var gefinn 14 daga frestur til að ráð bót á þessu. Nú borið á því að einhverjir íbúar hafa ekki sinnt þessum tilmælum og hafa nú orðið skemmdir á þeim tækjum sem sinna vetrarþjónustu innan sveitarfélagsins. Nú fara því starfsmenn þjónustumiðstöðvar á þá staði og klippa þann trjágróður sem þarf og mega íbúar því búast við því að þurfa að greiða fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst, samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 gr.7.2.2

Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun“.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

30. júní 2020 : Símtöl og samkomur á vegum fjölskyldusviðs Árborgar

Framhald af verkefni sem félagsmiðstöðin Zelsíuz var með á tímum samkomubanns heldur áfram á komandi vikum. 

Sjá nánar

29. júní 2020 : Ráðning mannauðsráðgjafa

Berglind Harðardóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Sveitarfélagsins Árborgar en hún var valin úr hópi 19 umsækjenda um starfið. 

Sjá nánar

25. júní 2020 : Vinningshafi í nafnasamkeppni

Í dag voru veitt verðlaun fyrir tillögu að nafni á nýja leikskólann í Engjalandi. Átján þátttakendur áttu tillöguna sem varð fyrir valinu, Goðheimar. 

Sjá nánar

24. júní 2020 : Nýr aðstoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólastjóra við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica