10. janúar 2020

Tilkynning

Frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar

Nú þegar snjóar í bænum þarf snjómokstur að ganga sérlega hratt fyrir sig og vélar að komast greitt um. Ýmsar hindranir verða oft á veginum eins og bílar sem lagt er í götunum og erfitt er að komast framhjá. En trjágróðurinn getur líka hindrað og tafið fyrir þjónustunni. Vélarnar geta rekist í greinar og valdið skemmdum á trjánum en einnig tækjabúnaði. Það er mikilvægt að forðast.

Hafa þarf í huga við grisjun og klippingar að greinar svigna nokkuð undan snjónum. Gera þarf ráð fyrir því að greinar geta sigið niður fyrir hæðarmörk þegar snjór sest á þær. Til þess að greiða fyrir umferð akandi, gangandi eða hjólandi og auka öryggi vegfarenda þarf gatnaumhverfið að vera nokkuð ,,klippt og skorið“ og svæði yfir götum, gangstéttum og stígum laust við greinar frá trjá- og runnagróðri. Gróður getur skyggt á umferðarmerkingar og götulýsingu, slegist í vegfarendur eða valdið öðrum óþægindum eða hættu.

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Árborgar fóru um sveitarfélagið í lok október og skráðu niður þau heimilisföng þar sem klippinga var þörf og sendu út bréf þar sem bent var á hvað væri í ólagi og þyrfti að lagfæra. Íbúum var gefinn 14 daga frestur til að ráð bót á þessu. Nú borið á því að einhverjir íbúar hafa ekki sinnt þessum tilmælum og hafa nú orðið skemmdir á þeim tækjum sem sinna vetrarþjónustu innan sveitarfélagsins. Nú fara því starfsmenn þjónustumiðstöðvar á þá staði og klippa þann trjágróður sem þarf og mega íbúar því búast við því að þurfa að greiða fyrir þann kostnað sem af þessu hlýst, samkvæmt byggingarreglugerð 112/2012 gr.7.2.2

Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun“.


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

21. janúar 2020 : Mat á umhverfisáhrifum

Sveitarfélagið Árborg hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna hreinsistöðvar fráveitu á Selfossi.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og hefur verkfræðistofunni EFLU verið falið að vinna umhverfismatið. 

Lögð hefur verið fram frummatsskýrslu fyrir hreinsistöð fráveitu á Selfossi til athugunar hjá Skipulagsstofnun.

 

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Jólagluggi Árborgar - Vinningshafar 2019

Heppnir Þáttakendur voru dregnir út í jólagluggaleik Árborgar 2019. Fjöldi barna tóku þátt en dregnir voru út þrír vinningshafar sem fengu afhenta vinninga frá Gísla Halldóri Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar.

Sjá nánar

17. janúar 2020 : Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur á Mannamótum 2020

Hin árlega ferðasýning/kaupstefna Mannamót var haldin í gær fimmtudag í Kórnum, Kópavogi. Fjöldi fyrirtækja frá öllum landshlutum voru skráð til þátttöku í ár þar á meðal fyrirtæki frá Árborg og Flóahreppi sem kynntu starfsemi sína.

Sjá nánar

16. janúar 2020 : Framvinda fjölnota íþróttahússins á Selfossi

Í gær miðvikudaginn 15.01 var ákveðnum áfanga náð í byggingu á fjölnota íþróttahúsinu á Selfossi þegar fyrsta steypa fór fram.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica