Tilkynning til íbúa Árborgar | Asahláka og leysingar
Veðurstofan spáir asahláku á föstudag og laugardag á svæðinu og viljum við beina því til íbúa að huga að niðurföllum hjá sér og í nærumhverfi.
Beinum við einnig til íbúa að víða er snjór og klaki á þökum sem á eftir að skila sér niður og getur stafað mikil hætta af snjóhengjum og grýlukertum.
Íbúum er bent á að hægt er að sjá á loftmynd www.map.is/arborg staðsetningar niðurfalla við sín hús.
Vegna óvissu með leysingar í Ölfusá viljum við beina því til íbúa að fara varlega í kringum ánna en vel er fylgst með henni vegna hættu á krapastíflum.
Íbúar geta nálgast sand til hálkuvarna í fötur eða í poka utan við gámasvæðið í Víkurheiði og við grenndargáma á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Verið er að hreinsa snjó frá niðurföllum á götum og plönum í sveitarfélaginu. Viðbúið er að víða verði mikil hálka á morgun og því brýnt að íbúa gæti að sér og verði vel útbúin í samræmi við það.
Hægt er að senda starfsmönnum ábendingar á heimasíðu Árborgar, www.arborg.is eða hafa samband við þjónustuverið í síma 480 1900 til að koma á framfæri skilaboðum.
Þjónustumiðstöð Árborgar
mynd: Inge Maria