Tímabundin lokun á Fossheiði milli Eyrarvegs og Gagnheiðar
Frá og með fimmtudeginum 23. nóvember verður lokað fyrir umferð um Fossheiði milli Eyrarvegs og Gagnheiðar vegna þverunar regnvatnsstofnlagnar.
Lokunin gæti varað í 10 daga
Athugið að lokunin mun hvorki hefta aðgengi íbúa við Fossheiði 1 - 5 að lóðum sínum né aðgengi að bílastæðum við Crossfit Selfoss.
Hjáleið um Engjaveg og Kirkjuveg eða um Lágheiði.