Tökum höndum saman – samtal foreldra og sveitarfélags
Þann 2. október verður Forvarnardagurinn haldinn, í nítjánda skiptið, í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla.
Embætti landlæknis stendur að deginum í samstarfi við embætti forseta Íslands og aðra aðila
Líkt og undanfarin ár verður 9. bekkingum í Sveitarfélaginu Árborg boðið upp á sameiginlega dagskrá, sem unnin er í samstarfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri (BES), Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Umf. Selfoss og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz.
Markmið með sameiginlegri dagskrá er að standa fyrir metnaðarfullum viðburði á forvarnadeginum, að hugsa heildstætt í tómstunda- og skólastarfi og efna til hópeflingar og samstöðu meðal ungmenna í sveitarfélaginu.
Um kvöldið, 2. október verður haldinn opinn fundur ætlaður foreldrum, forráðamönnum og öðrum aðilum sem koma að hagsmunum barna í 7. - 10. bekk í Árborg.
Fundurinn hefst klukkan 20:00 á Hótel Selfossi
Dagskrá kvöldsins mun innihalda stutt erindi frá aðilum í nærsamfélaginu, sem munu deila þekkingu sinni og reynslu. Gestir fundarins fá einnig tækifæri til að deila hugmyndum sínum og tillögum að aðgerðum.
Markmið kvöldsins er að skapa uppbyggilegar samræður og vekja okkur til umhugsunar hvernig við getum tekið höndum saman til að styðja við vellíðan og öryggi barna í Árborg.
Það er von okkar að sem flest sjái sér fært að mæta og taki þátt í þessu mikilvæga kvöldi með okkur.