Trjáfellingar og grisjanir
Umhverfisdeild Árborgar hefur notað góða veðrið í vetur fyrir trjáfellingar og grisjanir. Er það gert til að gefa trjám meira svigrúm til að vaxa og njóta sín.
Mikið af víði er fallinn og kominn á tíma þar sem lífaldur er mjög stuttur hjá víðitegundum. Við þessar aðstæður hefur skapast svigrúm til að gróðursetja meira í framtíðinni.
Allt efni sem til fellur er kurlað og notað sem yfirlagsefni í beðagerð. Það er nauðsynlegt til að auka fjölbreytileika í gróðri í sveitarfélaginu, þá sérstaklega vegna meindýra.
Markmið deildarinnar næstu árin verður að gróðursetja mikið og fjölbreytt, með lífaldur trjáa í huga, blóm-og haustliti og skapa þannig falleg útivistarsvæði.

