Umf. Selfoss tekur við knattspyrnuakademíunni
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss hefur tekið yfir rekstur knattspyrnuakademíu við Fsu á Selfossi af Knattspyrnuakademíu Íslands sem hefur séð um akademíuna frá stofnun árið 2006.
Sveitarfélagið Árborg hefur styrkt akademíur FSu í gegnum það öfluga forvarnarstarfs sem fer fram hjá akademíunum
Undir merkjum íþróttaakademía FSu hafa verið starfræktar akademíur fyrir knattspyrnu, handknattleik, körfubolta, frjálsar íþróttir og fimleika. Einnig hefur sérstök hestalína verið í boði lengi sem eykur enn frekar á fjölbreytni og val fyrir nemendur.
Hjá akademíunum skrifa iðkendur undir sérstakan samning þar sem þeir skuldbinda sig til að tileinka sér heilbrigt líferni og lífstíl. Meðal annars að neyta ekki tóbaks, munntóbaks, áfengis eða annrra vímuefna.
Núna nýverið var undirritaður samstarfssamningur milli sveitarfélagsins og knattspyrnuakademíunnar þar sem knattspyrnudeild Umf. Selfss tók við rekstrinum af Knattspyrnuakademíu Íslands.
Það voru þeir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar og Guðjón Bjarni Hálfdánarson, stjórnarmaður hjá knattspyrnudeildinni sem undirrituðu samninginn.
“Við erum stolt af akademíunum við FSu og viljum sjá þær vaxa og dafna áfram. Um leið er ánægjulegt að rekstur þeirra er nú alfarið hjá íþróttafélögunum i Árborg.” sagði Bragi Bjarnason, bæjarstjóri af þessu tilefni.