Umtalsverðar betrumbætur hjá sundlaugum Árborgar
Íbúar í Árborg eru duglegir að nýta sér þá heilsubót sem sundlaugar sveitarfélagsins eru.
Ýmsar breytingar og betrumbætur hafa nýlega átt sér stað og eru framundan í sundlaugum Árborgar. Sundlaugar sveitarfélagsins eru tvær, Sundhöll Selfoss og Sundlaug Stokkseyrar. Þær eiga báðar sína fastagesti og sérstöðu.
Í Sundlaug Stokkseyrar var fyrir jólin sett nýtt epoxy á gólfið í karlaklefanum og laugardaginn 20. desember 2025 opnaði nýr og glæsilegur saunaklefi sem gestir nýta nú þegar með mikilli gleði. Opnunartíminn í þessari dásamlegu laug hefur rýmkað og er opið frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 16:30 - 20:00 og á laugardögum er opið frá kl. 11 - 15.
Hjá Sundhöll Selfoss var sett nýtt epoxy á þurrkrýmið í kvennaklefanum fyrir jól og einnig var opnunartími lengdur mánudaga til fimmtudaga frá og með 1. desember frá kl. 21:00 - 22:00. Þessi lengdi opnunartími nýtist íþróttaiðkendum og unglingum vel og hafa þau nú þegar verið dugleg að nýta sér kvöldopnunina.
Framkvæmdir við "spa svæði" sundhallarinnar hófst fyrir jólin. Þar er gert ráð fyrir nýrri saunu, infrarauðum klefa, hvíldarrými ásamt sturtu og köldum potti. Framkvæmdir ganga vel en þessar framkvæmdir og aukinn opnunartími á Selfossi er samstarf Árborgar og World Class.
Sveitarfélagið samgleðst íbúum með þessar betrumbætur og vonar að sem flest nýti sér sundlaugarnar dásamlegu, okkar eigin heilsulindir.
Á meðfylgjandi myndum má sjá sauna klefann á Stokkseyri og einnig teikningar af fyrirhuguðu “spa svæði” Sundhallarinnar á Selfossi. Hönnun og teikningar voru unnar af Pro-Ark Teiknistofu.






