Unglingalandsmóti UMFÍ 2021 frestað
Í ljósi ákvarðana um nýjar sóttvarnatakmarkanir á Íslandi hefur verið ákveðið að fresta Unglingalandsmóti sem átti að fara fram á Selfossi helgina 30.júlí - 1.ágúst nk.
Líkt og kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd mótsins eru það mikil vonbrigði að þurfa að fresta mótinu annað árið í röð. Það sé þó óumflýjanlegt í ljósi aðstæðna og vonast er til að allir sýni því skilning og mæti á Unglingalandsmótið að ári.
Tilkynninguna má sjá hér á síðu mótsins: Unglingalandsmóti UMFÍ frestað
Mynd: Marin Laufey Davíðsdóttir kveikti landsmótseldinn á ULM á Selfossi 2012
