Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


5. febrúar 2020

Unnið að hönnun á nýjum skóla á Selfossi

Vinna Hornsteina og Eflu við hönnun nýja skólans í Björkurstykki gengur vel. Byggingarnefnd hefur haldið 21 fund og á síðustu fundum nefndarinnar hafa arkitektar farið yfir staðsetningu skólans á lóðinni sem og heildar- og innra skipulag hússins með tilliti til leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, frístundaheimilis og íþróttahúss. 

Skólinn verður byggður í nokkrum áföngum á nokkurra ára tímabili eftir því sem aðstæður þróast og breytast í uppbyggingu skólahverfisins á tímabilinu. Áætlanir gera ráð fyrir að jarvinna hefjist í maí á þessu ári og framkvæmdir við 1. áfanga í ágúst nk. Stefnt er að því að taka þann áfanga í notkun haustið 2021 fyrir u.þ.b. 200 nemendur.

Skoli-teikning


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

3. apríl 2020 : Rakninga-app

Við hvetjum alla til að setja upp Rakning C-19 appið til að hjálpa til við rakningu þegar upp koma smit.

Sjá nánar

3. apríl 2020 : Úthlutun úr húsafriðunarsjóði árið 2020

Þann 30. mars tilkynnti Minjastofnun Íslands að úthlutað hefði verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020. Styrkir úr húsafriðunarsjóði eru veittir með tilliti til varðveislugildis húsa sem um ræðir.
Samtals voru veittir styrkir að upphæð 304.000.000 kr. 

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica