5. febrúar 2020

Unnið að hönnun á nýjum skóla á Selfossi

Vinna Hornsteina og Eflu við hönnun nýja skólans í Björkurstykki gengur vel. Byggingarnefnd hefur haldið 21 fund og á síðustu fundum nefndarinnar hafa arkitektar farið yfir staðsetningu skólans á lóðinni sem og heildar- og innra skipulag hússins með tilliti til leikskóla, tónlistarskóla, grunnskóla, frístundaheimilis og íþróttahúss. 

Skólinn verður byggður í nokkrum áföngum á nokkurra ára tímabili eftir því sem aðstæður þróast og breytast í uppbyggingu skólahverfisins á tímabilinu. Áætlanir gera ráð fyrir að jarvinna hefjist í maí á þessu ári og framkvæmdir við 1. áfanga í ágúst nk. Stefnt er að því að taka þann áfanga í notkun haustið 2021 fyrir u.þ.b. 200 nemendur.

Skoli-teikning


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

21. febrúar 2020 : Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning

Á Ráðstefnu Landverndar hlaut leikskólinn Álfheimar viðurkenningu. Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.

Sjá nánar

20. febrúar 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.

Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi. 

Sjá nánar

18. febrúar 2020 : Vor í Árborg 2020 - tillögur og hugmyndir

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna.  

Sjá nánar

17. febrúar 2020 : Fundarboð

Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica