Upplýsingamiðstöðin á Selfossi verður í Pennanum/Eymundsson
Sveitarfélagið Árborg hefur í kjölfar auglýsingar samið við Pennann/Eymundsson um rekstur upplýsingarmiðstöðvar á Selfossi.
Upplýsingamiðstöðin sem þjónustar allt Selfosssvæðið og Flóahrepp hefur verið staðsett sl. ár í bókasafninu á Selfossi en færist nú yfir í verslun Pennans/ Eymundssonar í nýjum miðbæ Selfoss. Samningurinn gildir út árið 2022 og sér rekstraraðili m.a. um upplýsingagjöf til innlendra og erlendra ferðamanna ásamt því að vera í góðu samstarfi við ferðaþjónustuaðlia á svæðinu.
Opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar fylgir almennum opnunartíma verslunarinnar sem er:
- Virka daga kl.9:00 -18:00
- Laugardaga kl.10:00 - 16:00
Sveitarfélagið Árborg vinnur að auki að nýrri upplýsingasíðu um alla helstu þjónustu og afþreyingu á svæðinu og er stefnt að opnun síðunnar síðar í haust.
