Uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar frestað fram í janúar
Frístunda- og menningarnefnd Árborgar hefur ákveðið í ljósi aðstæðna að fresta Uppskeruhátíðinni sem alla jafna hefur farið fram milli jóla og nýárs.
Á Uppskeruhátíðinni hafa m.a. íþróttakona og -karl Árborgar verið valin ásamt því að veittar eru viðurkenningar og hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur á árinu. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu telur nefndin það ábyrgasta í stöðunni að fresta viðburðinum fram á nýtt ár með þá von að hægt verði að halda hann í opnum sal með áhorfendum. Ný dagsetning verður auglýst síðar.
Nefndin óskar íbúum, starfsmönnum, gestum og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar.
Frístunda- og menningarnefnd.