Uppskeruhátíðin Haustgildi haldin á Stokkseyri í fyrsta skipti
Hugmyndin kom frá Brimrót og unnið í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg. Brimrót er menningarsmiðja staðsett á annarri hæð félagsheimilisins Gimli.
Brimrót er menningarsmiðja staðsett á annarri hæð félagsheimilisins Gimli
Í stærstu dráttum tókst viðburðurinn afar vel. Rúmlega 150 manns mættu og versluðu vörur frá framleiðendunum Korngrís, Eyrarfisk, Tariello, Arabæ, heimagerðar sápur og Ölvisholt. Þeir framleiðendur voru í smáhýsum frá Árborg á túninu í miðju Stokkseyrar.
Gallerí á Stokkseyri voru líka opin
Gallerí Svartiklettur, gallerí Stokkur, gallerí Heba og Gussi gallerí tóku öll þátt og á Brimrót voru meðal annars opnuð Kukl sýning, frætt um heiðin goð, selt föt og bækur frá Sigvaldi Books.
Allir sem að þessu komu voru ánægð með niðurstöðuna og verður Haustgildi haldið aftur að ári. Hún er strax farin að hafa eflandi áhrif á nærsamfélagið hér á Stokkseyri og Eyrarbakka líka.
Þegar eru komnar hugmyndir um hvernig væri hægt að hafa Haustgildi á næsta ári. Til stendur að flytja þá aðila sem voru á túninu á þessu ári yfir á Hafnargötu og á planið fyrir framan Menningarverstöðina. Einnig þarf að skerpa á þátttökuferli framleiðenda og umsóknarfrest. Til stendur að gera lógó fyrir viðburðinn og finna fleiri styrktaraðila svo að hægt sé að gera hátíðina sem best úr garði.
Það er greinilegt eftir þessa góðu helgi að þörf er fyrir uppskeruhátíð eins og Haustgildi í menningardagskrá Árborgar. Margir möguleikar eru á vexti hátíðarinnar og framtíðin björt og spennandi.