Úrslit í nafnasamkeppni fyrir nýtt hringtorg
Alls voru 35 sem áttu sömu vinningstillögu að nafni fyrir nýtt hringtorg og var dregið á milli þeirra þátttakenda hver hlyti verðlaun.
Á fundi Eigna- og veitunefndar Árborgar var ákveðið að efna til nafnasamkeppni vegna nýs hringtorgs á gatnamótum Suðurhóla/Eyrarabakkavegar og Hagalæks á Selfossi.
Nafnasamkeppnin var öllum opin og voru íbúar hvattir til að senda inn tillögur. Það bárust fjöldamargar tillögur til sveitarfélagsins og fyrir valinu varð nafnið Hagatorg.
Hagatorg varð fyrir valinu
Alls voru 35 sem áttu sömu vinningstillögu og var dregið á milli þeirra þátttakenda hver hlyti verðlaun en það var Böðvar Sverrisson sem hreppti þau og óskum við honum til hamingju með tillöguna.
Í verðlaun var gjafabréf á Kaffi Krús og fallegur blómvöndur.
Það var Tómas Ellert Tómasson formaður eigna- og veitunefndar sem veitti verðlaunin.