Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Stígar í Árborg 2020". 
Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á stígum í Árborg.
Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi, stígar í Tjarnahverfi og stígar við Blómsturvelli

A: Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi:
Verktaki skal jafna og þjappa núverandi styrktarlag, leggja út burðarlag (5cm þykkt), jafna og þjappa það og malbika síðan göngustíg (malbiksbreidd 2,5m).

B: Selfoss: Stígar í Tjarnahverfi:
Verktaki skal jafna og þjappa núverandi styrktarlag, leggja út burðarlag (5cm þykkt), jafna og þjappa það og malbika síðan göngustíg (malbiksbreidd 2,5m). Mögulega þarf að jarðvegskipta einhvern hluta stíganna.

C: Stokkseyri: Stígar við Blómsturvelli:
Verktaki skal grafa óburðarhæf jarðlög uppúr stíg, leggja út styrktarlag, burðarlag og að lokum malbika stíg, malbiksbreidd 2,0m.

Helstu magntölur eru:
Gröftur 350 m³
Jöfnun og þjöppun á fyllingu 6000 m²
Styrktarlag 560 m³
Burðarlag, efni 440 m³
Burðarlag, útjöfnun og þjöppun 6330 m³
Malbik Y8 5250 m²

Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2020

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 13. febrúar 2020. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 mánudaginn 2. mars 2020 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar
_________________________________________________________
Greiðandi :
Sveitarfélagið Árborg.
Afsent :
Efla Suðurland
Austurvegi 1-5,
800 Selfoss.
Ath. setja merki Árborgar við auglýsinguna !


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica