6. febrúar 2020

Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Stígar í Árborg 2020". 
Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á stígum í Árborg.
Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi, stígar í Tjarnahverfi og stígar við Blómsturvelli

A: Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi:
Verktaki skal jafna og þjappa núverandi styrktarlag, leggja út burðarlag (5cm þykkt), jafna og þjappa það og malbika síðan göngustíg (malbiksbreidd 2,5m).

B: Selfoss: Stígar í Tjarnahverfi:
Verktaki skal jafna og þjappa núverandi styrktarlag, leggja út burðarlag (5cm þykkt), jafna og þjappa það og malbika síðan göngustíg (malbiksbreidd 2,5m). Mögulega þarf að jarðvegskipta einhvern hluta stíganna.

C: Stokkseyri: Stígar við Blómsturvelli:
Verktaki skal grafa óburðarhæf jarðlög uppúr stíg, leggja út styrktarlag, burðarlag og að lokum malbika stíg, malbiksbreidd 2,0m.

Helstu magntölur eru:
Gröftur 350 m³
Jöfnun og þjöppun á fyllingu 6000 m²
Styrktarlag 560 m³
Burðarlag, efni 440 m³
Burðarlag, útjöfnun og þjöppun 6330 m³
Malbik Y8 5250 m²

Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2020

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 13. febrúar 2020. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 mánudaginn 2. mars 2020 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar
_________________________________________________________
Greiðandi :
Sveitarfélagið Árborg.
Afsent :
Efla Suðurland
Austurvegi 1-5,
800 Selfoss.
Ath. setja merki Árborgar við auglýsinguna !


Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

21. febrúar 2020 : Leikskólanum Álfheimum veitt viðurkenning

Á Ráðstefnu Landverndar hlaut leikskólinn Álfheimar viðurkenningu. Við getum öll haft áhrif. Ráðstefna Skóla á grænni grein 2020 var yfirskrift ráðstefnu Landverndar sem var haldinn 7. febrúar sl. Þar var fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og var sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.

Sjá nánar

20. febrúar 2020 : Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.

Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi. 

Sjá nánar

18. febrúar 2020 : Vor í Árborg 2020 - tillögur og hugmyndir

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2020″ verður haldin 23.- 26. apríl nk. Skipulagning er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnanna.  

Sjá nánar

17. febrúar 2020 : Fundarboð

Fundur bæjarstjórnar Árborgar verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar 2020 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl.17:00.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica