Fréttasafn

Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Stígar í Árborg 2020". 
Verkið felur í sér malbikun, gerð burðarlags og jarðvegsskipti þar sem það á við á stígum í Árborg.
Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi, stígar í Tjarnahverfi og stígar við Blómsturvelli

A: Eyrabakkastígur að Kaldaðarnesvegi:
Verktaki skal jafna og þjappa núverandi styrktarlag, leggja út burðarlag (5cm þykkt), jafna og þjappa það og malbika síðan göngustíg (malbiksbreidd 2,5m).

B: Selfoss: Stígar í Tjarnahverfi:
Verktaki skal jafna og þjappa núverandi styrktarlag, leggja út burðarlag (5cm þykkt), jafna og þjappa það og malbika síðan göngustíg (malbiksbreidd 2,5m). Mögulega þarf að jarðvegskipta einhvern hluta stíganna.

C: Stokkseyri: Stígar við Blómsturvelli:
Verktaki skal grafa óburðarhæf jarðlög uppúr stíg, leggja út styrktarlag, burðarlag og að lokum malbika stíg, malbiksbreidd 2,0m.

Helstu magntölur eru:
Gröftur 350 m³
Jöfnun og þjöppun á fyllingu 6000 m²
Styrktarlag 560 m³
Burðarlag, efni 440 m³
Burðarlag, útjöfnun og þjöppun 6330 m³
Malbik Y8 5250 m²

Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2020

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 13. febrúar 2020. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 mánudaginn 2. mars 2020 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar
_________________________________________________________
Greiðandi :
Sveitarfélagið Árborg.
Afsent :
Efla Suðurland
Austurvegi 1-5,
800 Selfoss.
Ath. setja merki Árborgar við auglýsinguna !


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

3. júní 2020 : Breytt setning vinnuskóla Árborgar 2020

Covid19 hefur sett sitt mark á þjóðfélagið allt síðustu mánuði og er vinnuskólinn engin undantekning

Sjá nánar

2. júní 2020 : Slys í Sundhöll Selfoss

Sá afar sorglegi atburður varð í Sundhöll Selfoss þann 1. júní, að 86 ára karlmaður lést í lauginni. Sveitarfélagið Árborg og starfsfólk sundlaugarinnar vottar aðstandendum sína dýpstu samúð og mun af öllum mætti aðstoða lögregluna við rannsókn málsins. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og dánarorsök liggur ekki fyrir. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Tilkynning - Vinnuskóli Árborgar

Þann 8. júní hefja rúmlega 300 unglingar störf við Vinnuskóla Árborgar. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. 

Sjá nánar

29. maí 2020 : Hjólabrettanámskeið á Selfossi

Hjólabrettaskóli Reykjavíkur blæs til Hjólabrettanámskeiðs á Selfossi í Júní. Námskeiðið hefst laugardaginn 6. Júní 2020 og er 3 laugardaga í röð. Verið er að taka á móti skráningum núna og er námskeiðið mjög fljótt að fyllast, fyrstur skráir fyrstur fær!

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica