Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í verkið: „Lausar kennslustofur við Vallaskóla 2020“.

Verkið felur í sér smíði og uppsetningu á tveimur færanlegum kennslustofum og tengigangi, á lóð Vallaskóla á Selfossi. 

Innifalið í tilboðsverði skal vera allur kostnaður við smíði, undirstöður, uppsetningu, flutning, lagnir og lagnaskurði og frágang í verklok. Einnig byggingarstjórn, hönnun og samskipti við byggingaryfirvöld.

Verklok eru 20. ágúst 2020

 

Helstu magntölur eru:

Færanlegar kennslustofur                                           2 stk

Tengigangur                                                              u.þ.b 21 m

Lagnaskurðir                                                             60 m

 

 

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með fimmtudeginum 27. febrúar 2020.  Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við skrifstofu Eflu á Suðurlandi í síma 412 6900, eða með tölvupósti í netfangið utbod.sudurland@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 mánudaginn 6. apríl 2020 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

 

                                               Árborg eignadeild


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica