Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Útboð

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir tilboðum í : „Austurvegur - Rauðholt 2020. U-2002011“

Verkið felur í sér lagningu DN400 stállagnar fyrir hitaveitu eftir Austurvegi milli Langholts og Rauðholts ásamt endurnýjun niðurfalla, regnvatnslagnar og skólplagnar, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.

Einnig er um að ræða endurgerð á hluta af götunni Rauðholti á Selfossi, þ.e. jarðvegsskipti götu, malbikun hennar, gerð gangstétta og hjólastíga, endurnýjun stofnlagna fráveitu, vatnsveitu og hitaveitu, ásamt lagningu ídráttarröra.

Athuga skal sérstaklega að grafa þarf á fastan botn fyrir fráveitu, hitaveitu og vatnsveitu þvert í gegnum Austurveg (þjóðvegur nr. 1. Suðurlandsvegur).

Helstu magntölur eru:

Gröftur 7900m³
Fylling 7700m³
Malbik 3290m³
Fráveita 954m
Vatnsveita 113m
DN400 hitaveitulögn 409m

Undirlagsmalbiki á áfanga 1., þverun lagna yfir Austurveg skal lokið 29. maí 2020.

Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2020.

Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 4. mars 2020. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Bárð Árnason hjá Eflu á Suðurlandi með tölvupósti í netfangið ba@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila til Eflu verkfræðistofu, Austurvegi 1-5, 800 Selfoss fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 19. mars 2020 og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica