Fréttasafn

ÚTBOÐ - Úrgangsþjónusta Árborg (21182)

Ríkiskaup, fyrir hönd sveitarfélagsins Árborgar, óska eftir tilboðum í verkefnið 21182 Úrgangsþjónusta Árborg - Söfnun og úrvinnsla úrgangs fyrir heimili, stofnanir og gámastöð Árborgar 2020 - 2022

Ríkiskaup, fyrir hönd sveitarfélagsins Árborgar kt. 650598-2029, óska eftir tilboðum í verkefnið 21182 Úrgangsþjónusta Árborg - Söfnun og úrvinnsla úrgangs fyrir heimili, stofnanir og gámastöð Árborgar 2020 - 2022.

Verkið felst í söfnun úr grá-, blá- og brúntunnum við öll heimili í sveitarfélaginu Árborg og frá 28 stofnunum sveitarfélagsins, þ.e. á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka og í dreifbýli auk tæminga á grenndargámum og þjónustu við gámastöð. Verktaki skal einnig sjá um ráðstöfun á öllum úrgangi.

Skilafrestur tilboða er 29.05.2020 kl.12:00
Gert er ráð fyrir tveggja (2ja) ára samningi með möguleika á að framlengja samning tvisvar (2) sinnum um eitt (1) ári í senn, þannig að samningstími verði samtals fjögur (4) ár.

Nánari upplýsingar er að finna í útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Ríkiskaup
Borgartúni 7c | 105 Reykjavík
Sími | 530 1400
Vefsíða | www.rikiskaup.is


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

30. júní 2020 : Símtöl og samkomur á vegum fjölskyldusviðs Árborgar

Framhald af verkefni sem félagsmiðstöðin Zelsíuz var með á tímum samkomubanns heldur áfram á komandi vikum. 

Sjá nánar

29. júní 2020 : Ráðning mannauðsráðgjafa

Berglind Harðardóttir hefur verið ráðin mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Sveitarfélagsins Árborgar en hún var valin úr hópi 19 umsækjenda um starfið. 

Sjá nánar

25. júní 2020 : Vinningshafi í nafnasamkeppni

Í dag voru veitt verðlaun fyrir tillögu að nafni á nýja leikskólann í Engjalandi. Átján þátttakendur áttu tillöguna sem varð fyrir valinu, Goðheimar. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica