Úthlutun í leikskóla Árborgar fyrir skólaárið 2025 - 2026
Úthlutun leikskólaplássa hefst fimmtudaginn 20. mars og stendur fram í apríl/maí.
Í fyrsta hluta úthlutunar verður börnum sem fædd eru árið 2023 og fyrr boðið pláss
Ekki er unnið úr nýjum umsóknum og flutningsumsóknum í allt að 30 daga meðan unnið er úr fyrirliggjandi umsóknum eins og þær standa þegar úthlutun hefst.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu mörg börn fædd á árinu 2024 fá úthlutun fyrir haustið.
Forsjáraðilar geta skráð leikskólaumsóknir á Völu | Umsóknarvefur Vala leikskóli