Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Úthlutun úr húsafriðunarsjóði árið 2020

Þann 30. mars tilkynnti Minjastofnun Íslands að úthlutað hefði verið úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020. Styrkir úr húsafriðunarsjóði eru veittir með tilliti til varðveislugildis húsa sem um ræðir.
Samtals voru veittir styrkir að upphæð 304.000.000 kr. 

Umsóknir sem hlutu styrkveitingu innan Sveitarfélagsins Árborgar voru fjórtán talsins:
· Eyrarbakkakirkja á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 2.000.000 kr.

· Assistentahúsið, Eyrargötu 50 á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 1.100.000 kr.

· Húsið, Eyrargötu 50 á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 1.500.000 kr.

· Búðarstígur 10b á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 5.000.000 kr.

· Garðbær, Eyrargötu á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð

· Gunnarshús, Búðarstíg 12 á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 1.200.000 kr.

· Jakobsbær, Einarshöfn 4 á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 700.000 kr.

· Káragerði, Eyrargötu 77 á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 400.000 kr.

· Kirkjuhús, Eyrargötu á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 700.000 kr.

· Prestshúsið, Einarshöfn 2 á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 500.000 kr.

· Sandvík II, Túngötu 46 á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 500.000 kr.

· Tjörn, Eyrargötu 41A á Eyrarbakka hlaut styrk að upphæð 700.000 kr.

· Bjarnaborg, Strandgötu 1 á Stokkseyri hlaut styrk að upphæð 1.000.000 kr.

· Rjómabúið á Baugsstöðum hlaut styrk að upphæð 400.000 kr.

Sveitarfélagið vinnur að gerð tillögu þess efnis að hluti byggðar Eyrarbakka fái stöðu verndarsvæðis í byggð skv. lögum. Markmið þeirra laga er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi. Verndarsvæði í byggð á Íslandi eru ekki mörg. Elsti hluti byggðar á Eyrarbakka á eflaust heima á þeim lista enda teygir saga svæðisins sig aftur allt til landnáms. Eyrarbakkabyggð á svo talsverðan þátt í Íslandssögunni sem ein af stærri byggðum landsins á tímum verslunareinokunnar danskra kaupmanna.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica