Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Útivist og afþreying í Sveitarfélaginu Árborg

Nú þegar samkomubann er í fullu gildi og margt úr skorðum í okkar daglegu rútínu er mikilvægt að nýta þá möguleika sem þó standa til boða til afþreyingar fyrir einstaklinga og fjölskyldur.   

Fjölbreytt útivera er einn af valmöguleikunum og um að gera að nota hugmyndaflugið líkt og að búa til skemmtilega ratleiki úr göngutúrnum eða fjöruferðinni. Hér að neðan eru nokkrir möguleikar á svæðinu okkar til útiveru og afþreyingar en hvetjum alla til að nota hugmyndaflugið fyrir inni- og/eða útiveru en samt þar sem við á með tilliti til fjöldatakmarkana og nándar samkvæmt viðmiðum almannavarna.  

Bókasöfn Árborgar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri
Frá og með 24.mars verður bókasafnið á Selfossi lokað almenningi en boðið verður upp á heimsendingarþjónustu á bókum. Hægt er að panta bækur milli kl.10:00 og 18:00 alla virka daga með því að hringja í síma 480-1980 eða senda tölvupóst á afgreidsla@arborg.is. Nánari upplýsingar verða á heimsíðu og facebooksíðu bókasafnanna, http://bokasafn.arborg.is/.

Göngustígar og leiksvæði í sveitarfélaginu
Reynt er að halda öllum göngustígum í sveitarfélaginu opnum þrátt fyrir snjókomu. Frábær leið til útiveru að fara í góðan göngutúr, hlaupa eða hjóla og kannski leita að böngsum í glugga. Gönguferð í Hellisskóg eða fjöruferð við Eyrarbakka eða Stokkseyri er líka skemmtileg leið til útiveru fyrir alla fjölskylduna.
Öll leiksvæði í sveitarfélaginu eru opin en íbúar eru beðnir um að sýna ábyrgð gagnvart fjölda og nánd.

Hlaupabraut og gervigrasvöllur á Selfossvelli
Hlaupabrautirnar á frjálsíþróttavellinum eru öllum opnar og frjálst að nýta til að ganga eða hlaupa. Stóri gervigrasvöllurinn er líka opin en einstaklingar beðnir um að sýna ábyrgð varðandi fjölda og nánd.

Skíðagöngubraut á Svarfhólsvelli
Skíðagöngubrautin á golfvellinum verður opin eins og veður leyfir og þurfa notendur aðeins að koma með sinn eigin búnað.

GOS höllin á Svarfhólsvelli
Opið er fyrir almenning og félagsmenn í nýju GOS höllina þar sem hægt er að nýta æfingaaðstöðu og golfhermi innandyra. Notendur þurfa að mæta með sína eigin kylfur og golfbolta. Farið er eftir viðmiðum almannavarna og verða allir notendur að fylgja þeim. Nánar á https://gosgolf.is/.

Heilsueflandi-samfelag-S_logo_Arborg


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica