Veggjalist á Selfossi
Sveitarfélagið Árborg hefur í sumar verið í samstarfi við listamanninn Þórönnu Ýr Guðgeirsdóttur um að skreyta veggi á opnum svæðum með listaverkum eftir Þórönnu.
Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem Þóranna Ýr er að mála veggi með fjölbreyttum listaverkum sem hún hefur hannað og tengjast nærumhverfinu. Fyrstu veggirnir eru við Ölfusárbrú fyrir aftan Pylsuvagninn en til stendur að mála fleiri veggi núna í ágúst.
Þóranna Ýr er ungur heimamaður sem hefur áður komið að veggjalist við íþróttahúsið IÐU í tengslum við nám sitt í FSu og fyrir framan GK bakarí á Selfossi.
Á myndunum má sjá Þórönnu við eina af myndunum sem hún hefur verið að mála við Ölfusárbrú.



