Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

 Málinu var vísað til félagsmálanefndar og fræðslunefndar. Þær fagnefndir hvöttu alla starfsmenn, sem vinna með börn í sveitarfélaginu, til að taka höndum saman og móta skýrt verklag til að koma í veg fyrir ofbeldi á börnunum í Árborg. Þverfaglegur hópur á fjölskyldusviði hefur skilað af sér tillögu um verklag sem hefur verið samþykkt í fræðslunefnd og félagsmálanefnd. Hins vegar er endanlegum frágangi ekki lokið. Þrátt fyrir það er rétt að kynna verklagið því á þessum erfiðum tímum er mikilvægt að vita hvað sé best að gera ef einhver veit um barn sem líður illa heima hjá sér, er farið að neyta vímuefna, fremja afbrot eða sýna hættulega hegðun. Síminn hjá hjá barnavernd Árborgar er 480-1900 og netfang barnaverndarteymis er barnavernd@arborg.is  Sjá nánar um verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna.


Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

7. ágúst 2020 : Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu

Fjölskyldusvið Árborgar óskar eftir húsnæði til langtímaleigu fyrir dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilun. Húsnæðið þarf að vera að lágmarki 370 fermetrar að stærð, á einni hæð og með góðu aðgengi. 

Sjá nánar

4. ágúst 2020 : Sumar á Selfossi og kaffiboði fyrir 75 ára aflýst

Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi, sem fram átti að fara dagana 06.- 09. ágúst í ár hefur því miður verið aflýst vegna COVID-19 faraldursins.

Sjá nánar

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica