Vetraráætlun Strætó tekur gildi fyrir leið 75 innan Árborgar
Mánudaginn 17.ágúst tók vetraráætlun Strætó gildi og við það breyttist leið 75 innan Árborgar að hluta.
Uppfærða tímatöflu má sjá hér að neðan en bætt hefur verið við nokkrum stoppistöðvum á Selfossi líkt og við Bónus.
Á myndinni hér að neðan má sjá nýjar stoppistöðvar merktar inn með bláum hring. Leiðakerfið er einnig aðgengilegt inn á vef Strætó.

Viðbótarferðin fyrir hádegi sem kom inn í sumar er áfram inni í áætlun og tíðni aksturs eftir hádegi er þéttari til að auka möguleika barna að nýta strætóinn sem frístundaakstur milli byggðarkjarna. Við þessa breytingu tekur innanbæjarstrætóinn í Árborg við frístundaakstrinum milli byggðarkjarna.
Tímatöflur fyrir leið 75 innan Árborgar sem tóku gildi mán. 17. ágúst 2020:

