Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða Sjá nánar


Fréttasafn

Við erum að leita að þér!

Útbreiðsla Covid-19 veirunnar getur orðið til þess að valda erfiðleikum við að veita þjónustu og skapað álag á vissum starfsstöðvum þar sem sinnt er þjónustu við viðkvæmustu hópana, t.d. aldraða, fatlaða og börn. Á það ekki einungis við um sérhæfð störf lækna, hjúkrunarfólks eða annarra sérfræðinga, einnig getur reynt á að það skorti fólk til að starfa í eldhúsum og mötuneytum, við ræstingar og fleira. 

Ósk frá Sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands um aðstoð íbúa 

 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sveitarfélögin á Suðurlandi biðja einstaklinga sem búsettir eru á Suðurlandi og geta tekið að sér margvísleg störf, víðsvegar á svæðinu, á næstu tveimur mánuðum, að skrá sig til starfa. Sem dæmi má nefna störf á:
  • Hjúkrunarheimilum
  • Heimilum fyrir fatlað fólk í dagdvölum og skammtímavistunum.
 • Rafrænt skráningarform bakvarðarsveitar í velferðarþjónustu má finna á www.stjornarradid.is
  • Um getur verið að ræða fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu. 
  • Ráðningarsamningur verður á milli einstaklingsins og viðkomandi stofnunar eða sveitarfélags, eftir því sem við á hverju sinni. 
  • Laun taka mið af kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags og þess sveitarfélags eða stofnunar sem um ræðir hverju sinni. 
  • Nánari upplýsingar er að finna með skráningarforminu. 

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU

Formenn almannavarnanefnda á Suðurlandi:

 • Ágúst Sigurðsson
 • Ásta Stefánsdóttir
 • Matthildur Ásmundardóttir

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

23. júlí 2020 : Tilnefningar til umhverfisverðlauna

Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Árborgar óskar eftir tilnefningum frá íbúum um snyrtilega garða, fallegustu götu í Árborg og vel um gengin fyrirtæki og atvinnurekstur. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Nýr samningur um úrgangsþjónustu

Nýr samningur um úrgangsþjónustu í Árborg var undirritaður 16.07. síðastliðinn, lægstbjóðendur voru Íslenska Gámafélagið og mun því samstarf halda áfram til næstu tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. 

Sjá nánar

17. júlí 2020 : Gámasvæðið við Víkurheiði lokað 17.júlí vegna veðurs

Vegna veðurs verður gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi lokað í dag fös. 17. júlí. 

Sjá nánar

8. júlí 2020 : Innanbæjarstrætó í Árborg - bætt við ferð fyrir hádegi virka daga

Sveitarfélagið Árborg hefur í samstarfi við Strætó bætt við ferð á virkum dögum fyrir hádegi á leið 75 sem keyrir innan Árborgar. Þessi ferð fer frá Selfossi kl. 9:33 og keyrir milli Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica