Kórónaveiran / Covid-19

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna Covid-19 frá embætti landlæknis.


23. mars 2020

Við erum að leita að þér!

Útbreiðsla Covid-19 veirunnar getur orðið til þess að valda erfiðleikum við að veita þjónustu og skapað álag á vissum starfsstöðvum þar sem sinnt er þjónustu við viðkvæmustu hópana, t.d. aldraða, fatlaða og börn. Á það ekki einungis við um sérhæfð störf lækna, hjúkrunarfólks eða annarra sérfræðinga, einnig getur reynt á að það skorti fólk til að starfa í eldhúsum og mötuneytum, við ræstingar og fleira. 

Ósk frá Sveitarfélaginu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands um aðstoð íbúa 

 • Heilbrigðisstofnun Suðurlands og sveitarfélögin á Suðurlandi biðja einstaklinga sem búsettir eru á Suðurlandi og geta tekið að sér margvísleg störf, víðsvegar á svæðinu, á næstu tveimur mánuðum, að skrá sig til starfa. Sem dæmi má nefna störf á:
  • Hjúkrunarheimilum
  • Heimilum fyrir fatlað fólk í dagdvölum og skammtímavistunum.
 • Rafrænt skráningarform bakvarðarsveitar í velferðarþjónustu má finna á www.stjornarradid.is
  • Um getur verið að ræða fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu. 
  • Ráðningarsamningur verður á milli einstaklingsins og viðkomandi stofnunar eða sveitarfélags, eftir því sem við á hverju sinni. 
  • Laun taka mið af kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags og þess sveitarfélags eða stofnunar sem um ræðir hverju sinni. 
  • Nánari upplýsingar er að finna með skráningarforminu. 

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU

Formenn almannavarnanefnda á Suðurlandi:

 • Ágúst Sigurðsson
 • Ásta Stefánsdóttir
 • Matthildur Ásmundardóttir

Var efnið hjálplegt? Mætti bæta

Nýjustu fréttirnar

Fyrirsagnalisti

2. apríl 2020 : Verklag vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna

Í maí 2019 barst erindi til bæjarráðs Árborgar frá UNICEF þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum. Samkvæmt nýlegri tölfræði hefur tæplega 1 af hverjum 5 börnum hér á landi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur.

Sjá nánar

2. apríl 2020 : Heilræði á tímum kórónuveiru

Embætti landlæknis hefur tekið saman tíu heilræði sem er gagnlegt að huga að til að hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan á þessum tímum. 

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Akcja czytania

Czas na czytanie: Dążymy do ustanowienia nowego rekordu świata w czytaniu

Sjá nánar

1. apríl 2020 : Lestar­á­takið Tími til að lesa: Stefna að nýju heims­meti í lestri

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hleypir í dag af stokkunum lestrarverkefni fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvött til að nýta til lesturs þann tíma sem gefst við núverandi aðstæður.

Sjá nánar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica