Viðurkenning á degi íslenskrar tungu
Forseti Íslands bauð Ísbrú, félagi kennara sem kenna íslensku sem annað mál, til hátíðlegrar athafnar á Bessastöðum á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl.
Formaður félagsins, Þorbjörg Halldórsdóttir, tók við þakkarskjali frá forsetanum fyrir það góða starf sem félagið hefur unnið í þágu nemenda með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
Til athafnarinnar var boðið fjölmörgum einstaklingum sem hafa lagt sitt af mörkum til þessa málaflokks
Það er virkilega ánægjulegt að segja frá því að Sveitarfélagið Árborg átti verðugan fulltrúa við afhendinguna en Aneta Figlarska kennsluráðgjafi og sérfræðingur í fjölmenningu hjá skólaþjónustu Árborgar var ein af gestum forseta.
Sveitarfélagið Árborg óskar Anetu og félaginu innilega til hamingju með viðurkenninguna og er stolt af því faglega starfi sem unnið er í sveitarfélaginu í þessum málaflokki.