Vinningshafi í nafnasamkeppni
Í dag voru veitt verðlaun fyrir tillögu að nafni á nýja leikskólann í Engjalandi. Átján þátttakendur áttu tillöguna sem varð fyrir valinu, Goðheimar.
Það var Guðrún Hrafnhildur Klemenzdóttir sem var svo heppin að vera dregin út. Í verðlaun var út að borða fyrir tvo í Tryggvaskála og fallegur blómvöndur.
Það voru Arna Ír Gunnarsdóttir formaður fræðslunefndar og Anna Ingadóttir deildarstjóri skólaþjónustu sem veittu verðlaunin.
Við óskum Guðrúnu Hrafnhildi til hamingju !