Vinnuskóli Árborgar - Hópaskipting
6. júní 2019
Í næstu viku hefja 209 unglingar störf við Vinnuskóla Árborgar. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðum hætti og undanfarin ár. Unnið verður við ýmiskonar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni, hreinsun á grænum svæðum og gatnakerfi Árborgar en einnig munu á fjórða tug unglinga starfa í Grænjaxlinum við skapandi sumarstörf sem og hjá tómstundafélögum víðsvegar um sveitarfélagið.
Hópaskiptingin er orðin klár og geta allir fundið hópana sína hér fyrir neðan:
8.bekkur
9.bekkur
10.bekkur
Eyrarbakki og Stokkseyri
Grænjaxl og vinna hjá tómstundafélögum.
Minnum svo á setningu Vinnuskólans sem fer fram fimmtudagskvöldið 6.júní. Setningin fer fram í Sunnulækjarskóla og byrjar kl. 20:00.
Fyrsti vinnudagurinn er svo þriðjudagurinn 11. júni 2019. Fyrsta daginn eiga unglingar á Selfossi að mæta í Félagsmiðstöðina Zelsíuz, Austurvegi 2b (kjallari).
- Árgangur 2005 á að mæta klukkan 08:30
- Árgangar 2004 og 2003 eiga að mæta klukkan 09:00
- Krakkar á Eyrarbakka og Stokkseyri eiga að mæta fyrir utan grunnskólana á Eyrarbakka og Stokkseyri klukkan 08:30.