Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20. júní 2024

Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 – Breytingar á ASK 2024 – Tillaga

Samkvæmt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 12.06.2024 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 í samræmi við 1.mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breytingarnar hafa verið kynntar með skipulagslýsingu, þ.e. samantekt á þeim þáttum sem til stendur að gera breytingar á. Skipulagslýsing var kynnt frá 28.02.2024 til og með 26.03.2024, og var óskað eftir umsögnum lögbundinna umsagnaraðila auk annarra. 

Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarsfélagsins Árborgar 2020 - 2036. Breytingarnar snúa einkum að þettbýlinu á Selfossi en einnig eru breytingar á landbúnaðarsvæði og nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í dreifbýli.

Um er að ræða eftirtaldar breytingar á greinargerð og uppdráttum:

  1. Miðsvæðið M3 breytist í íbúðarbyggð. Heimilt er að vera með hverfisverslun á lóðum næst hringtorgi Eyrarvegar og Suðurhóla.
  2. Athafnasvæði fyrir utan á. Unnið er að deiliskipulagi athafnasvæðis AT2. Gerðar eru lítilsháttar breytingar á afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis AF6 vegna þess og skógræktar- og landgræðslusvæðis SL1.
  3. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ8 og þeim hluta samfélagsþjónustu S5 sem nær til leikskólans Glaðheima er breytt í miðsvæði.
  4. Iðnaðarsvæðinu I1 er að hluta til breytt í verslunar- og þjónustusvæði. Sett er inn iðnaðarsvæði I21 og I22 fyrir borholur hitaveitu fyrir utan á. Einnig iðnaðarsvæði I23 fyrir borholur hitaveitu á suðurbakka Ölfusár.
  5. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ11 er breytt í athafnasvæði.
  6. Íbúðarbyggðinni ÍB27 er breytt til baka í athafnasvæði (AT5), eins og var í eldra skipulagi.
  7. Á hluta af opnu svæði OP1, norðan við Sunnulækjarskóla, er heimilt að útbúa aðstöðu fyrir skátana.
  8. Skilmálum fyrir miðsvæðið M5 er breytt og byggingar lækkaðar.
  9. Skilmálum fyrir miðsvæðið M6 er breytt og byggingar lækkaðar.
  10. Sýslumannstúninu er breytt úr íbúðarbyggð í opið svæði.
  11. Syðsta hluta Votmúla 1, Lóustaða 1 og Votmúla 3 er breytt úr landbúnaðarsvæði L2 í L3.
  12. Sett er inn nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Stóra-Hrauns og minnkar landbúnaðarsvæði samsvarandi.
  13. Settir eru skilmálar fyrir skuggavarp og vindvist.
  14. Endurskoðuð er afmörkun svæða sem vinna á rammahluta aðalskipulags fyrir.

Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar eldra aðalskipulags, með síðari breytingum.

Tillaga aðalskipulagsbreytinga verður kynnt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og með auglýsingu í Dagskránni.

Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í skipulagsgátt fyrir auglýstan tímafrest. Með kynningu skipulags- og matslýsingar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun breytingarinnar. 

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á slóðinni www.skipulagsgatt.is.

Skipulagstillaga nr.1 er kynnt með athugasemdafresti frá 19. júní 2024 til og með 10. júlí 2024.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. júlí 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið www.skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica