Gjaldskrá byggingaleyfis og þjónustugjalda
GJALDSKRÁ | Skipulags- og byggingardeildar Sveitarfélagsins Árborgar.
1. gr.
Gjaldskylda
Fyrir útgáfu leyfa, úttektir, vottorð, skjalagerð, yfirlestur gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Sveitarfélagið Árborg veitir vegna byggingar- og framkvæmdaleyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir skipulags- og byggingardeild Sveitarfélagsins Árborgar í umboði bæjarstjórnar gjöld skv. gjaldskrá þessari.
2. gr.
Ráðstöfun gjalda
Innheimt gjöld skv. gjaldskrá þessari skulu renna til greiðslu hluta kostnaðar sveitarfélagsins við þjónustu skipulags- og byggingardeildar.
3. gr.
Byggingarleyfisgjald
Greiða skal byggingarleyfisgjald fyrir útgáfu á byggingarleyfi sem byggingarfulltrúi hefur veitt. Innifalið í byggingarleyfisgjaldi er ein yfirferð aðaluppdrátta, yfirferð séruppdrátta, útgáfa byggingarleyfis, útsetning lóðar, útmæling fyrir greftri, útmæling og hæðarsetning fyrir undirstöðum, lögbundið byggingareftirlit og úttektir, fokheldisvottorð, vottorð um öryggis/lokaúttekt og skráning húss hjá Þjóðskrá Íslands.
Fjárhæð byggingarleyfisgjalds fer skv. eftirfarandi töflu.
a) Íbúðarhúsnæði:
Einbýlishús, pr. hús | kr. 380.000 |
Parhús, tvíbýlishús, raðhús á einni hæð, pr. íbúð | kr. 275.000 |
Raðhús á fleiri en einni hæð, fjölbýlishús með þremur íbúðum, pr. íbúð | kr. 260.000 |
Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum eða fleiri, pr. Íbúð | kr. 180.000 |
Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum eða fleiri, pr. íbúð | kr. 150.000 |
b) Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum:
Gólfflötur allt að 500 fermetrar | kr. 400.000 |
Gólfflötur 500 - 1.000 fermetrar | kr. 650.000 |
Gólfflötur 1.001 - 2.000 fermetrar | kr. 850.000 |
Gólfflötur 2.001 - 5.000 fermetrar | kr. 1.000.000 |
Gólfflötur stærri en 5.000 fermetrar | kr. 1.300.000 |
c) Óeinangraðar geymslur, landbúnaðarbyggingar, hesthús og áþekk hús:
Gólfflötur að 99 fermetrum | kr. 315.000 |
Gólfflötur 100 - 199 fermetrar | kr. 375.000 |
Gólfflötur 200 - 499 fermetrar | kr. 425.000 |
Gólfflötur 500 - 799 fermetrar | kr. 475.000 |
Gólfflötur 800 - 1.999 fermetrar | kr. 525.000 |
Gólfflötur frá 2.000 fermetrum | kr. 610.000 |
d) Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar:
Sólstofur, garðhús, bílgeymslur fyrir mest 2 bíla og gripahús | kr. 185.000 |
Viðbyggingar allt að 20 fermetrar | kr. 150.000 |
Viðbyggingar 20 - 100 fermetrar | kr. 250.000 |
Frístundahús/gestahús | kr. 380.000 |
Niðurrif | kr. 100.000 |
Meiri háttar breytingar á innra skipulagi húsa án fermetrastækkunar | kr. 100.000 |
Minni háttar breytingar á innra skipulagi og útliti húsa | kr. 68.000 |
Veitumannvirki, dæluhús og spennistöðvar 0 - 100 m², möstur | kr. 150.000 |
Viðbyggingar stærri en 100 fermetrar = sömu gjöld og af því húsnæði sem byggt er við. |
e) Gjöld vegna stöðuleyfa:
Stöðuleyfi sbr. byggingarreglugerð, gr. 2.6.1 liðir a og b | kr. 52.000 |
Stöðuleyfi söluvagna og söluskúra 1 - 6 mánuðir | kr. 70.000 |
Stöðuleyfi söluvagna og söluskúra 7 - 12 mánuðir | kr. 100.000 |
Stöðuleyfi vegna frístandandi auglýsinga-, þjónustu- og auglýsingaskilta | kr. 60.000 |
4. gr.
Afgreiðslu- og þjónustugjöld
Greiða skal eftirtalin þjónustu- og leyfisgjöld fyrir þjónustu sem skipulags- og byggingardeild veitir umfram þá sem er innifalin í öðrum gjöldum. Embættið innheimtir afgreiðslugjald sem er óafturkræft, hvort sem umsókn er samþykkt eða henni synjað.
Afgreiðslugjald skipulags- og byggingarmála | kr. 26.000 |
Afgreiðslu- og umsýslugjald fyrir smáhýsi, skjólveggi og sólpalla | kr. 22.000 |
Afgreiðslugjald fyrir tilkynningarskyldar framkvæmdir | kr. 71.000 |
Hver endurskoðun aðaluppdrátta | kr. 25.000 |
Endurtekin öryggis- og/eða lokaúttekt | kr. 34.000 |
Gjald fyrir hvert útkall ef verkið er ekki úttektarhæft | kr. 14.000 |
Endurnýjun leyfis án breytinga á teikningum | kr. 25.000 |
Aukavottorð um byggingarstig og stöðuúttekt | kr. 34.000 |
Umsögn vegna rekstrar- og starfsleyfa | kr. 34.000 |
Úttekt vegna leiguhúsnæðis | kr. 34.000 |
Eignaskiptayfirlýsingar, 2 - 4 eignir | kr. 30.000 |
Eignaskiptayfirlýsingar, 5 - 15 eignir | kr. 45.000 |
Eignaskiptayfirlýsingar, 16 - 49 eignir | kr. 65.000 |
Eignaskiptayfirlýsingar, 50 og fleiri | kr. 85.000 |
Staðfestingargjald vegna lóðaúthlutnar (óafturkræft) | kr. 26.000 |
Lóðarsamningur nýrrar lóðar | kr. 35.000 |
Lóðarsamningur vegna eldri lóðar eða breytingar á samningi | kr. 35.000 |
Útgáfa á nýju lóðarblaði | skv. reikningi |
Auka útmæling fyrir húsi/lóð sem ekki er innifalin í byggingarleyfisgjaldi | kr. 75.000 |
Stofnun lóðar í landskrá fasteigna | kr. 23.000 |
Stofnun fasteignanúmera | skv. reikningi |
Landnúmer, umfram eitt | kr. 10.000 |
Breyting lóða/nafnabreyting í landskrá fasteigna | kr. 10.000 |
Afskráning í fasteignaskrá | kr. 21.000 |
Tímagjald starfsmanna skipulags- og byggingarfulltrúa | kr. 27.500 |
Tímagjald starfsmanna skipulags- og byggingardeildar | kr. 17.000 |
5. gr.
Gjald fyrir skipulagsvinnu
Vegna grenndarkynninga skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, sbr. 2. mgr., sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:
a) Gjöld vegna aðalskipulagsbreytinga:
Breyting á gildandi aðalskipulagi, sbr. 1. mgr. 36. gr. | skv. reikningi |
Umsýslukostnaður | skv. reikn. og tímafjölda |
Auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. (að lágmarki ein auglýsing. Fleiri en ein innheimt skv. reikn.) |
kr. 90.000 |
Kostnaður vegna hönnunargagna | skv. reikningi |
Óveruleg breyting á gildandi aðalskipulagi, sbr. 1. mgr. 36. gr. | |
Umsýslukostnaður | skv. reikn. og tímafjölda |
Auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. (að lágmarki ein auglýsing. Fleiri en ein innheimt skv. reikn.) |
kr. 90.000 |
Kostnaður vegna hönnunargagna | skv. reikningi |
b) Gjöld vegna deiliskipulagsbreytinga:
Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. | skv. reikningi |
Umsýslukostnaður | skv. reikn. og tímafjölda |
Auglýsingakostnaður,sbr. 1. mgr. 36. gr. (að lágmarki ein auglýsing. Fleiri en ein innheimt skv. reikn.) |
kr. 90.000 |
Kostnaður vegna hönnunargagna | skv. reikningi |
Breyting á gildandi deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 43. gr. | skv. reikningi |
Umsýslukostnaður | skv. reikn. og tímafjölda |
Auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. (að lágmarki ein auglýsing. Fleiri en ein innheimt skv. reikn.) |
kr. 90.000 |
Kostnaður vegna hönnunargagna | skv. reikningi |
Óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. | skv. reikningi |
Umsýslukostnaður | skv. reikn. og tímafjölda |
Auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr. (að lágmarki ein auglýsing. Fleiri en ein innheimt skv. reikn.) |
kr. 90.000 |
Kostnaður vegna hönnunargagna | skv. reikningi |
c) Gjald vegna grenndarkynningar:
Grenndarkynning, sbr. 43. gr. og 44. gr. | kr. 37.000 |
d) Gjöld vegna framkvæmdaleyfis:
Framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 | kr. 200.000 |
Aðrar framkvæmdir | kr. 120.000 |
Umfangsmiklar framkvæmdir | skv. samningi |
Minni háttar framkvæmdir | kr. 37.000 |
Eftirlit umfram eina ferð sem er innifalin í framkvæmdaleyfi, pr. ferð | kr. 37.000 |
e) Önnur þjónustugjöld:
Afnotaleyfi, smærri verkefni | kr. 20.000 |
Afnotaleyfi, stærri verkefni | kr. 45.000 |
Förgunargjald vegna afsetningar á uppgreftri á jarðvegstipp pr./m² af bruttógrunnfleti húss |
kr. 945 |
Sögun og fjarlæging á kantsteini pr. lm | kr. 5.000 |
Endursteyptur kantsteinn pr. lm | kr. 11.000 |
Færsla á ljóstastaur | skv. reikningi |
Færsla á rafmagnskassa | skv. reikningi |
6. gr.
Innheimta - lögveð
Skipulags- og byggingardeild annast innheimtu gjalda skv. gjaldskrá þessari.
Gjöldum skv. gjaldskránni fylgir lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi.
Komi til vanskila á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari skal byggingarfulltrúi synja um útgáfu vottorðs fyrir viðkomandi mannvirki.
7. gr.
Gjalddagi
Gjalddagi byggingarleyfisgjalds skv. 3. gr. er við útgáfu byggingarleyfis, sem tekur ekki gildi fyrr en byggingarleyfisgjald hefur verið greitt.
Frestur er ekki veittur á greiðslu byggingarleyfisgjalds þó svo að byggingarleyfishafi fresti byggingarframkvæmdum.
Gjalddagi afgreiðslu- og þjónustugjalda skv. 4. gr. er við útgáfu reiknings fyrir veitta þjónustu.
Gjalddagi gjalda skv. 5. gr. er sem hér segir: Samkvæmt a-lið: Við samþykkt tillögu til auglýsingar.
Samkvæmt b-lið: Við samþykkt tillögu til auglýsingar eða grenndarkynningar.
Samkvæmt c-lið: Áður en grenndarkynning fer fram.
Samkvæmt d-lið: Við útgáfu leyfis, sem tekur ekki gildi fyrr en framkvæmdaleyfisgjald hefur verið greitt.
8. gr.
Endurgreiðsla
Falli byggingarleyfishafi frá notkun byggingarleyfis eða það fellur úr gildi er heimilt að endurgreiða 50% gjaldsins.
9. gr.
Gildistaka
Gjaldskrá þessi sem öðlast þegar gildi er samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar með heimild í 51. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá byggingarleyfis- og þjónustugjalda í Sveitarfélaginu Árborg nr. 1652/2022.
Samþykkt í bæjarstjórn, 13. desember 2023. Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri.
__________
B-deild - Útgáfudagur: 20. desember 2023