Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29. ágúst 2024

Arnberg - Olís - Deiliskipulag lóðar L162959

Tillaga frá 32. fundi skipulagsnefndar, frá 14. ágúst sl., liður 5. 

Bókun Bæjarstjórnar 21.8.2024:

Tillaga deiliskipulags fyrir lóðina Arnberg á Selfossi að loknu kynningarferli/auglýsingu. Tillagan var í auglýsingu frá 19.6.2024 til 31.7.2024. Engar athugasemdir bárust. 

Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Í umsögn Heilbrigðiseftirlitsins er gerð athugasemd að ekki sé fjallað um fyrirkomulag fráveitu frá bílaþvottastöð og mengunarvarnir ásamt ábendingu um varnir gegn olíumengun og frárennsli frá bílaþvottastöðvum. Í umsögn Vegagerðar er gerð athugasemd á staðsetningu rafhleðslustöðvar með tilliti til skerðingar á vegsýn og umferðaröryggis. Skipulagsnefnd getur ekki fallist á ábendingar í umsögn Vegagerðarinnar. Megin innihald tillögunnar er að skipuleggja húsakost og byggingarheimildir vegna áforma um byggingu nýrrar bílaþvottastöðvar. 

Skipulagsnefnd samþykkir auglýsta tillögu að deiliskipulagi, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr.sömu laga. 

Bragi Bjarnason, bæjarfulltrúi D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista, tóku til máls. 

Fundarhlé hefst kl. 16:25 Fundi fram haldið kl. 16:30 Bæjarstjórn Árborgar þakkar ábendinguna frá Vegagerðinni en telur ekki ástæðu til að bregðast við henni að sinni. Bæjarstjórn óskar eftir umræðum við Vegagerðina um bætt umferðaröryggi á umræddum vegkafla. Megin innihald tillögunnar er að skipuleggja húsakost og byggingarheimildir vegna áforma um byggingu nýrrar bílaþvottastöðvar. 

Bæjarstjórn samþykkir auglýsta tillögu að deiliskipulagi, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu bæjarstjórnar Árborgar skv. 3. mgr. 41. gr. sömu laga. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum. Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, situr hjá

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica