17. desember 2019

Auglýsing um deiliskipulag Austurvegar 52 – 60a á Selfossi í Sveitarfélaginu Árborg

Samkvæmt 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagi Austurvegar 52 – 60a á Selfossi.

Greinagerð deiliskipulagstillögu
Sjá deiliskipulag (1:500)
Sjá deiliskipulag (1:1000)

Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Hrísholti í suðri, Rauðholti í vestri og Austurvegi í norðri. Í austri er afmörkunin við Merkiland og göngustíg á milli Austurvegar og Merkilands.

Byggðin innan svæðisins samanstendur að mestu leyti af 1-3ja hæða iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Með deiliskipulagi þessu er verið að þróa nánar götumynd Austurvegar og nágrennis.

Í gildi er deiliskipulag fyrir Austurveg 52, 52a og 54 samþykkt 13.október 1993. Fyrirhugað deiliskipulag mun leysa það skipulag af hólmi og ná auk þess austar með Austurveginum eða til og með lóð 60a, sem er lóð undir spennistöð. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Árborgar er skipulagssvæðið skilgreint sem miðsvæði. Markmiðið með deiliskipulagstillögunni er að þróa nánar götumynd við Austurveg og nágrenni, skapa aukið umferðaröryggi, skilgreina afmörkun lóða á svæðinu miðaða við breyttar forsendur, skilgreina byggingarheimildir innan lóða og uppfæra gildandi skipulag fyrir lóðir 52-54. Húsagerðir eru frjálsar að öðru leyti en því sem lóðablöð, skilmálar þessir, byggingarreglugerð og aðrar reglugerðir segja til um. Byggingarnar skulu falla vel að umhverfinu og taka mið af annari byggð á svæðinu.

Teikning ásamt greinargerð og skilmálum, vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi frá og með fimmtudeginum 19. desember 2019 til fimmtudagsins 30. janúar 2020. Öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.

Frestur til að skila athugasemdum rennur út fimmtudaginn 30.janúar 2020 og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi.

Á sama tíma er teikning, greinargerð og skilmálar til kynningar á heimasíðu Árborgar http://www.arborg.is þar sem hægt er að skoða tillöguna og senda athugasemdir.

Virðingarfyllst,
Bárður Guðmundsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica