Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


24. apríl 2023

Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar | Deiliskipulagsbreyting, Larsenstræti

Samkvæmt 3. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar, vegna Larsenstræti 6 Selfossi.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum dags 13.04 2023 eftirfarandi.

Tillaga frá 3. fundi skipulagsnefndar, frá 22. mars, liður 2 Deiliskipulagsbreyting – Larsenstræti.

Lögð var fram að lokinni auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga. nr.123/2010, tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustulóða við í Larsenstræti.

Tillagan gerði ráð fyrir að lóðir nr. 4, 6, 8, 10, 12 og 14 yrðu sameinaðar í eina lóð, og að nýtingarhlutfall sameinaðra lóða verði 0,33. 

Aðkoma að lóðunum yrði sem fyrr frá Larsenstræti en einnig yrði gert ráð fyrir aðgangsstýrðri aðkomu að sameinaðri lóð frá Gaulverjabæjarvegi. Sú tenging er einungis hugsuð fyrir þungaflutninga og stórar flutningabifreiðar og ekki ætluð almennri umferð. 

Tillagan var auglýst frá 25.1.2023 til og með 8.3.2022. Ein athugasemd barst, frá Hestamannafélaginu Sleipni, þar sem óskað var eftir að sett yrði kvöð á lóðarhafa um uppsetningu á hárri ógegnsærri girðingu og um niðursetningu trjágróðurs á lóðarmörkum til suðurs. Þá var gerð athugasemd við akstursleið af lóð inn á Gaulverjabæjarveg, og tekið fram að með þeirri tengingu væri öryggi hestamanna ógnað. 

Skipulagsnefnd telur að aðkoma fyrir stóra bíla af Gaulverjabæjarvegi, væri betri lausn til að tryggja að stærri ökutæki væru ekki að athafna sig of mikið innan lóðar, auk þess sem ekki var talið heppilegt að umferð stærri ökutækja væru alfarið beint í Larsenstræti. 

Skipulagsnefnd benti á að í tillögu væri kvöð um 3m háa lokaða girðingu utan um athafnasvæði. 

Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu til samræmis við 41. gr. sömu laga, og senda Skipulagsstofnun tillöguna í samræmi við 42. gr skipulagslaga, og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. 

Lagt er til við bæjarstjórn samþykkja tillöguna í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa niðurstöðu til samræmis við 41. gr. sömu laga, og senda Skipulagsstofnun tillöguna í samræmi við 42. gr skipulagslaga, og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica