Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19. ágúst 2020

Auglýsing um skipulags- og matslýsingu um hreinsistöð við Geitanes

Samkvæmt  40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á fyrirhuguðu deiliskipulagi um hreinsistöð við Geitanes.

Skipulags- og matslýsing | Hreinsistöð við Geitanes

Um er að ræða svæði við bakka Ölfusár, norðan við flugvöllinn á Selfossi. Markmið skipulagsins er að koma á hreinsun skólps frá Selfossi sem uppfyllir skilyrði laga og reglugerða.

Skipulags- og matslýsingin mun mun liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Opnunartímar er á virkum dögum kl. 08:00 - 12:00 og 12:30 - 15:00.

Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á staðnum, og á netfangið skipulag@arborg.is fyrir 30. september 2020.

Virðingarfyllst,

Sigurður Andrés Þorvarðarson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica