Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8. janúar 2026

Aðalskipulagsbreyting – Verslunar- og þjónustusvæði VÞ9

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg

Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar:

Aðalskipulagsbreyting – Verslunar- og þjónustusvæði VÞ9

Óveruleg breyting er gerð á skilmálum aðalskipulags Árborgar 2020-2036, er varðar verslunar- og þjónustusvæði VÞ9 á Selfossi. Svæðið sem um ræðir er staðsett á horni Norðurhóla og Suðurhóla vestan svæðis S11. Tilgangur breytingarinnar er að skilgreina tímabundnar heimildir fyrir uppsetningu færanlegra kennslustofa inn á svæðinu.

Allar upplýsingar máls, eru aðgengilegar á skipulagsgatt.is (málsnr. 1693/2025)

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,

Vigfús Þór Hróbjartsson,

skipulagsfulltrúi Árborgar

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135

Fylgiskjöl:
Breyting á aðalskipulagi Árborgar Svæði VTh9

Þetta vefsvæði byggir á Eplica