24. febrúar 2021

Auglýsing um skipulagsmál | Miðbær Selfoss

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana.

Miðbær Selfoss – Deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 17. febrúar 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Miðbæinn á Selfossi. Deiliskipulagsbreytingin tekur til gildandi deiliskipulags fyrir Miðbæ Selfoss. Helstu breytingar eru að nokkrar götur fá ný heiti, c-gata fellur út af skipulagi og lóðamörkum og núsnúmerum er víða breytt. Bílastæðahús aftan við Eyraveg 3-7 er stækkað og inn- og útkeyrsla er frá Kirkjuvegi. Heimilt er að hafa bílastæðahús hálfniðurgrafið. Einstefnu er breytt á Miðstræti og verður frá austri til vesturs. Bílakjallari á Miðstræti 6 er stækkaður undir allan byggingarreitinn.

Deiliskipulagsbreytingar | Miðbær Selfoss
Greinagerð, skipulags- og byggingarskilmálar | Miðbær Selfoss
Skýringaruppdráttur | Miðbær Selfoss

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagstillögur, eru auglýstar með athugasemdafresti frá 24.02.2021 til og með 07.04.2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 07.04.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica