Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


11. mars 2021

Auglýsing um skipulagsmál | Nauthagi

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi lýsing deiliskipulagsáætlunar.

Nauthagi - Lýsing deiliskipulags

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 4. mars 2021 að kynna lýsingu deiliskipulags fyrir Nauthaga á Selfossi. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina íbúðarlóð fyrir nýjan íbúðarkjarna á Selfossi, þar sem gert er ráð fyrir 6-9 íbúðum á vegum Bergrisans / Ás styrktarfélags. Staðsetning íbúðakjarnans við Nauthaga hefur verið valin með þær forsendur í huga, sem eru m.a. gott aðgengi og nálægð við þjónustu- og útivistarsvæði.

Íbúðakjarni við Nauthaga - Skipulagslýsing  

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. 

Lýsing deiliskipulagsins er í kynningu frá 10. mars 2021 til og með 31. mars 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 31. mars 2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica