Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


14. október 2020

Auglýsing um tillögu að breytingu deiliskipulags að Víkurheiði á Selfossi

Samkvæmt 4. mgr 40. gr Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á deiliskipulagi að Víkurheiði á Selfossi.

Deiliskipulagsbreyting | Víkurheiði

Tillagan tekur til 6 lóða á gildandi skipulagi. Lóðum fjölgar um 9 og verða alls 15. Markmið breytingarinnar er að auka framboð atvinnulóða af ýmsum stærðum og auka nýtingu svæðisins.

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi, á skrifstofutíma frá 8:00-12:00 og 12:30-15:00.

Skriflegum ábendingum er hægt að koma á framfæri á staðnum, eða á netfangið skipulag@arborg.is til og með 25.11.2020

Virðingarfyllst,

Sigurður Andrés Þorvarðarson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica