Auglýsingum deiliskipulag á lóðinni Hellisland svæði 36 á Selfossi
Samkvæmt 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar tillögu að deiliskipulagi á lóðinni Hellisland svæði 36 á Selfossi.
Um er að ræða lóðina Hellisland svæði 36 sem skilgreind er sem íbúðalóð í aðalskipulagi. Lóðin liggur við Hellisland á Selfossi. Lóðinni verður skipt upp í þrjár lóðir. Á lóðinni Hellislandi 36 verði heimilað að byggja þriggja hæða hús allt að 200 fm að grunnfleti.
Efsta hæðin verður inndregin allt að 120 fm og leyfilegt að byggja þar glerhýsi og þaksvalir. Vegghæð er allt að 8,6 m. og þakhalli verði allt að 0-45 gráðum. Á lóðunum Hellislandi 36A og 36B á suðvesturenda heildarlóðina verði heimilað að byggja 2 hæða hús allt að 150 fm að grunnfleti og með 0-45 gráðu þakhalla vegghæð allt að 6 m frá gólfplötu. Tvö bílastæði verða við hvort hús og fjögur bílastæði við Hellisland 36.
Kvöð er um akstur í gegnum lóðina Hellisland 36A að lóðinni Hellisland 36B. Akvegur að lóðunum liggur í gegnum báðar lóðinar.
Uppdráttur ásamt greinargerð og
skilmálum vegna tillögunnar mun liggja frammi á skrifstofu skipulagsfulltrúa að
Austurvegi 67, Selfossi frá og með miðvikudeginum 1. júlí 2020 til miðvikudagsins 5. ágúst 2020.
Öllum er gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Frestur til að skila athugasemdum rennur út miðvikudaginn 12. ágúst 2020 og skal þeim skilað skriflega til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða á netfangið skipulag@arborg.is