Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26. október 2021

Austurbyggð | Deiliskipulagsbreyting

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar eftirfarandi tillögur deiliskipulagsáætlanna.

Bæjarstórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 20. október 2021 að endurauglýsa deiliskipulagsbreytingu í Austurbyggð. Tillagan nær yfir hluta Asparlands, Bjarmalands, Fagralands og Huldulands. Tillagan var áður samþykkt af bæjarstjórn Árborgar þann 21. febrúar 2018. Skipulagssvæðið er fullbyggt og unnið hefur verið skv. tillögunni frá 2018.

Breyting á deiliskipulagi fyrir Austurbyggð á Selfossi

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammmi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 27.10.2021 til og með 8.12.2021. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 8.12.2021.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Virðingarfyllst
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica