Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28. maí 2024

Breyting á aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 | Breyting á legu Selfosslínu 1

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 24.apríl 2024, tillögu að breyttu Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, vegna breyttrar legu Selfosslínu 1. 

Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036, hefur verið kynnt almenningi frá 8.febrúar 2024, til og með 29 febrúar 2024. Samhliða var lýsing kynnt vegna sambærilegrar breytingar á gildandi aðalskipulagi Flóahrepps 2017 - 2029. 

Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga, frá 13. mars til og með 3. apríl 2024, í báðu sveitarfélögum. 

Í breytingunni felst breytt lega raflínu innan aðalskipulags Árborgar og Flóahrepps

Landsnet ráðgerir að Selfosslína 1 (66 kV) verði tekin niður á kaflanum frá núverandi tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 sem er norðan við Hellisskóg, norðan Ölfusár. Í staðinn verði lagður 132 kV jarðstrengur. 

Nýr jarðstrengur mun í megindráttum fylgja nýrri legu Suðurlandsvegar norðaustan við Selfoss og fara um nýja brú yfir Ölfusá, fylgir þaðan Ölfusá til norðurs. 

Áætluð lengd jarðstrengs frá tengivirki á Selfossi að mastri nr. 99 er um 3,1 km. 

Núverandi háspennulína og fyrirhugaður jarðstrengur liggja um Sveitarfélagið Árborg og Flóahrepp

Breytingin nær til þéttbýlis á Selfossi og dreifbýlis beggja vegna Ölfusár, norðan og austan við Selfoss. Breytingin nær einnig til dreifbýlis í Flóahreppi. 

Í breyttri tillögu Aðalskipulags Árborgar 2020 - 2036, er gert ráð fyrir að strengurinn muni fara í jörðu norðan við Austurveg (var áður við Larsenstræti) frá Spennavirkishúsi Landsnets og til norðurs, austan við hreppamörk Flóahrepps. 

Til skoðunar er í samráði við Vegagerðina, að strenglega verði þar færð nær nýjum Suðurlandsvegi, þ.e. meðfram hringtorgi því er beinir umferð niður á núverandi hringtorg austast á Austurvegi.

Ofangreind skipulagstillaga, liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á slóðinni www.skipulagsgatt.is.

Skipulagstillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 29. maí 2024, til og með 10. júlí 2024

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 10. júlí 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið www.skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica