Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27. nóvember 2025

Byggðarhorn 54 (Litla Kot) - Deiliskipulagsbreyting

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg

Samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags/breytingar.

1. Byggðarhorn 54 (Litla Kot) - Deiliskipulagsbreyting

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 19.11.2025 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Byggðarhorns búgarðar. Breytingin tekur til lóðar númer 54 sem hefur fengið heitið Litla Kot. Lóðinni verður skipt í tvær lóðir, Litla Kot I og Litla Kot II. Aðkoma að lóðum er frá hreimreið, sem tengjast Byggðarhornsvegi (3081) sem er héraðsvegur. Nú þegar er búið að byggja íbúðarhús á lóðinni og mun það tilheyra Litla Koti I. Á hvorri lóð fyrir sig er heimilt að byggja íbúðarhús og útihús. Heildarbyggingarmagn lóðar fyrir breytingu er 800 m2 fyrir íbúðarhús og 1200 m2 fyrir útihús og verður samanlagt heildarbyggingarmagn beggja lóða eftir breytingu 800 m2 fyrir íbúðarhús og 1000 m2 fyrir útihús.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á heimasíðu Sveitarfélagsins Árborgar á vefslóðinni www.arborg.is og á www.skipulagsgatt.is

Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 27. nóvember, til og með 14. janúar 2026.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 14. janúar 2025.

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,

___________________________

Vigfús Þór Hróbjartsson

skipulagsfulltrúi

Fylgigögn:  Byggdarhorn-54-Litla-Kot-uppdrattur

Þetta vefsvæði byggir á Eplica