Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


28. júní 2023

Deiliskipulag | Búðarstígur 23

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 21. júní 2023, tillögu að deilliskipulagi í samræmi við 41. gr.skipulagslaga nr. 123/2010 að Búðarstíg 23 Eyrarbakka. 

Deiliskipulagstillagan tekur til lóðarinnar Búðarstígs 23 (L165905) á Eyrarbakka, sem er um 6.163,5 m2 að stærð skv. HMS. Á lóðinni er fyrir 1.559,0 m2 fermetrar húsnæðis. Lóðin er á skilgreindu miðsvæði M9 skv. aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036. 

Skilgreindur er nýr 5517,0 m2 byggingarreitur B1, þar se, áætlað er að byggja tveggja hæða hús með risi. Hámarks mænishæð allt að 10,0 m. Hámarks vegghæð allt að 9,5 m. Nýtingarhlutfall allt að 0.6. Viðbygging mun taka mið af eldri húsum á lóðinni hvað varðar form, efnis- og litaval.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Deiliskipulagstillangan er auglýst með athugasemdafresti frá 28. júní til og með 9. ágúst 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 9. ágúst 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica