Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29. júní 2022

Deiliskipulag | Eyði-Sandvík (Beykiskógar)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 22. júní 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir landspilduna Eyði-Sandvík Land 1. L203553, í Árborg.

Tillagan tekur til rúmlega 9 ha lands og er gert ráð fyrir heimild til byggingar íbúðarhúss og bílskúrs allt að 400m2 og gestahúsi allt að 80 m2, með mænishæð húsa allt að 5,5m. Þá verður heimilt að reisa útihús/skemmu allt að 600m2, með mænishæð allt að 8,0m. Aðkoma að landspildunni er af Votmúlavegi nr.310 og um nýja heimreið austan við Eyði-Sandvík. Tillagan gerði ráð fyrir að heiti deiliskipulagssvæðis verði framvegis Beykiskógar. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2010-2030 og einnig endurskoðað aðalskipulag Árborgar 2020-2036, sem er á lokavinnslustigi skipulagsferlis.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 29. júní 2022 til og með 10. ágúst 2022.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 10. ágúst 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson | skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica