Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4. maí 2022

Deiliskipulag frístunda- og landbúnaðarsvæðis | Vonarland L192498

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi deiliskipulag

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vonarland L192498, í Árborg.

Deiliskipulagstillagan tekur til byggingar tveggja íbúðarhúsa, skemmu og gestahúss auk núverandi húsa. Landeigandi hefur undanfarin ár verið með nokkur frístundahús til útleigu og einnig tjaldsvæði. Stefnt er að frekari uppbyggingu og fastri búsetu með byggingu íbúðarhúss.

Aðkoma að svæðinu er af Gaulverjabæjarvegi nr. 33 og Grundarvegi nr. 3145. Í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030 er svæðið skilgreint sem frístundasvæði og landbúnaðarsvæði, en í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, sem er í vinnslu, verður svæðið skilgreint sem afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. 

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 4. maí 2022 til og með 15. júní 2022.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 15. júní 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
f.h. Antons Kára Halldórssonar, skipulagsfulltrúa
Rúnar Guðmundsson, fulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica