Deiliskipulag Heiðarbrún 6 - 6b
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi.
Bæjarstjórn Árborgar samþykki á fundi sínum 4. apríl 2022 að auglýsa deiliskipulagstillögu að Heiðarbrún 6 - 6b Stokkseyri.
Deiliskipulagstillagan geri ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, sem er 852m2 að stærð yrði parhúsalóð (6 - 6b), og og að heimilt yrði að byggja parhús með stakstæðum eða sambyggðum bílskúr. Húsin yrðu á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,5m og mænishæð allt að 6,5m. Nýtingarhlutfall allt að 0,5.
Ofangreind deiliskipulagsbreyting liggur frammmi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.
Tillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 13.04.2022 til og með 25.05.2022.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 25.05.2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is
Virðingarfyllst,
Anton Kári Halldórsson | skipulagsfulltrúi