Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18. desember 2025

Deiliskipulag hesthúsasvæðis – Hestamannafélagið Sleipnir

Auglýsing um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Árborg

Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða Bæjarstjórnar Árborgar:

Deiliskipulagstillagan tekur til hesthúsasvæðis hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi.

Tillagan tekur til um alls 27 ha svæðis, en megináhersla er lögð á stækkun núverandi svæðis um u.þ.b. 7 ha að stærð. Innan nýs svæðis er gert ráð fyrir allt að 19 nýjum lóðum undir hesthús.

Deiliskipulagstillagan var samþykkt í bæjarstjórn Árborgar til auglýsingar þann 26.3.2025.

Tillagan var auglýst í Dagskránni, Lögbirtingarblaði, frá 3.4.2025, með athugasemdafresti til 20.5.2025. Tillagan var aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborg, auk þess sem málið var aðgengilegt á skipulagsgatt.is

Tillagan var tekin til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn Árborgar 19.11.2025, og eftirfarandi bókað:

Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Matthías Bjarnason, B-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista. Bæjarstjórn Árborgar samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati bæjarstjórnar hefur verið brugðist við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna tillögunnar innan uppfærðrar tillögu og innan samantektar á athugasemdum og svörum.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ 

Allar upplýsingar máls, eru aðgengilegar á skipulagsgatt.is (málsnr. 470/2025)

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,

Vigfús Þór Hróbjartsson,

skipulagsfulltrúi Árborgar

Arborg-Blatt-STORT-Texti-til-hlidar-2362pix_1677665101135


Þetta vefsvæði byggir á Eplica