Deiliskipulag hesthúsasvæðis – Hestamannafélagið Sleipnir – 2301178
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulags.
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti þann 26.3.2025 tillögu að deiliskipulagi fyrir hesthúsahverfið á Selfossi.
Deiliskipulagið nær til alls hesthúsahverfisins, sem er núverandi keppnis- og hesthúsasvæði og stækkaðs hesthúsasvæðis, samtals um 27 ha.
Deiliskipulagsmörkin ná einnig yfir hluta af opnu svæði milli Langholts og hesthúsahverfis vegna fyrirhugaðs reiðstígs.
Settir eru fram skilmálar um mögulega endurbyggingu eldri húsa. Á keppnissvæði er byggingarmagn aukið umtalsvert, bæði fyrir fipo-keppnishöll en einnig fyrir minni hús til þjálfunar og fyrir áhorfendastúkur.
Eldri skipulagsáætlanir fyrir svæðið falla úr gildi með gildistöku þessa deiliskipulags.
Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til auglýsingar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á www.skipulagsgatt.is
Skipulagstillagan er í auglýsingu frá 3. apríl 2025, til og með 20. maí 2025.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67 á Selfossi, eða með tölvupósti á netfangið skipulag@arborg.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. maí 2025.
Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.
Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi