Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


31. júlí 2023

Deiliskipulag | Víkurheiði – Breyting á deiliskipulagi

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi breyting á gildandi deiliskipulagi:

Víkurheiði – Breyting á deiliskipulagi

Í gildi er deiliskipulag Víkurheiði, sem öðlaðist gildi með auglýsingu í B deild Stjórnartíðinda þann 25.03.2009. 

Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á skipulaginu. Í aðalskipulagi Árborgar 2020 - 2036 er svæðið skilgreint sem athafnasvæði, AT5. Breytingar taka til lóðanna Víkurheiði 1, 3, 5, 13 - 15(sameinast og verður lóð 13), 17, 18, 19, 20, 21 og 22. Breytingar nú, snúa að því að laga byggingarreiti og lóðir betur að niðurstöðu nýlegrar jarðvegsrannsóknar á svæðinu. Samfara því er byggingamagn og nýtingarhlutfall aukið, og aðlagað að eftirspurn framkvæmdaaðila almennt. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda skilmálar eldra skipulags, með síðari breytingum.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi. 

Tillagan er auglýst með athugasemdafresti frá 3. ágúst til og með 14. september 2023.
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 14. september 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is.

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst,
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica