Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


25. janúar 2023

Deiliskipulagsbreyting | Árbakki íbúðarbyggð á Selfossi

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýst eftirfarandi deiliskipulagstillaga:

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2023, tillögu að deiliskipulagsbreytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka í Árborg. 

Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2007 og breytt 2008. Í gildi er hluti deiliskipulagsins, Árbakki í land Laugardæla sem samþykkt var í bæjarstjórn Árborgar 24. maí 2007. 

Meginhluta ofangreinds deiliskipulags var breytt með deiliskipulaginu Laugardælir, Árborg samþykktu í bæjarstjórn Árborgar 24. júní 2008. Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag taki yfir báðar þessar eldri deiliskipulagsáætlanir, og muni þær falla úr gildi. 

Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá.

Svæðið markast af Ölfusá til vesturs, atvinnuhúsa og íbúðabyggð til suðurs, útivistarsvæði og fyrirhuguðu vegstæði fyrir þjóðveg til norðausturs. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi, að vestanverðu og frá Laugardælavegi að austanverðu. 

Tillaga að breyttu deiliskipulagi er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Árborgar 2020 - 2036. Deiliskipulagssvæðið tekur til um 20ha svæðis. Í tillögu að breytingu er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum, sem er fjölgun upp á 263 íbúðir frá gildandi deiliskipulagi. Þær skiptast í grófum dráttum þannig að tæplega 20% íbúðanna verða í sérbýli, og rúmlega 80% íbúðanna verða í fjölbýlishúsum. 

Gert er ráð fyrir íbúðabyggð með almennum íbúðum, þ.e. íbúðir í fölbýlishúsum, raðhúsum, parhúsum og einbýlishúsum. Einnig er gert ráð fyrir lóð undir leikskóla.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, Selfossi.

Tillögurnar eru auglýstar með athugasemdafresti frá 25. janúar til og með 8. mars 2023.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 8. mars 2023.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Austurvegi 67, 800 Selfossi, eða netfangið skipulag@arborg.is

Í samræmi við 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er ákvörðun stjórnvalds kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Virðingarfyllst
Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Þetta vefsvæði byggir á Eplica